Námið
Rannsóknir
HR
Neon

16. janúar 2024

Afmælisrit tímarits Lögréttu

Lagadeild HR fagnaði 20 ára afmæli haustið 2022, Lögrétta fagnaði sama áfanga haustið 2023 og nú, 2024, eru 20 ár liðin síðan fyrsta tölublað Tímarits Lögréttu leit dagsins ljós.

Til að halda upp á þetta var gefin út vegleg hátíðarútgáfa Tímarits Lögréttu sem jafnframt markar þau tímamót að tímaritið færist alfarið yfir á stafrænt form en fræðigreinar tímaritsins verða framvegis eingöngu aðgengilegar á nýrri vefsíðu tímaritsins (https://www.timaritlogrettu.is/).

Í ritinu er að finna greinar eftir núverandi og fyrrverandi starfsfólk og nemendur deildarinnar: Eirík Elís Þorláksson, Halldóru Þorsteinsdóttur, Inga Poulsen, Margréti Einarsdóttur, Hlín Gísladóttur, Sindra M. Stephensen, Aðalstein E Jónasson, Andra Fannar Bergþórsson, Guðmund Sigurðsson og Jón Steinar Gunnlaugsson.

Nálgast má eintak af hátíðarritinu á skrifstofu lagadeildar, hjá ritstjóra (snjolauga@ru.is) og stjórn Lögréttu (timarit@logretta.is). Kostnaður er 2.500 kr. og er rukkun send á netbanka eftir að eintök eru sótt.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir